Súkkulaðibitamuffins
100 g smjörlíki
2 egg
150 g sykur
150 g hveiti
1 tsk lyftiduft
100 g saxað súkkulaði
1 dl kakómjólk ( getur blandað kakóið sjálf/ur )
Þið byrjið á að hita ofninn á 175° blástur, bræða smjör og það er látið kólna. Þeytið egg og sykur saman þar til hún verður létt og ljós. Blandið kakómjólkinni saman við. Hveiti og lyftidufti bætt út í. Þegar það er búið þá er smörinu hellt út í og hrært saman við og þá er súkkulaðinu bætt út í. Passið að hræra ekki deigið of mikið því að þá verður deigið seigt. Úr þessu fást u.þ.b. 15-20 kökur og þetta á að baka í u.þ.b. 20 mín.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli