miðvikudagur, 26. júní 2013

Regnbogamuffins

150 g smjör
150 g sykur
170 g hveiti
1/2 tsk. matarsódi
1/2 tsk. lyftiduft
1/4 tsk. salt
3 egg
1 tsk. vanillusykur


Byrjið á að hita ofninn á 180° og blástur.
Allt er sett saman í skál og hrært þangað til deigið er orðið mjólkurgult. Í um það bil 2-3 mín. Í kringum 20 kökur fást úr þessari uppskrift. Það á að baka þessa uppskrift í 20-30 mín. Ef þið viljið hafa kökurnar litríkar þá þurfið þið að skipta deiginu í það margar skálar sem þið viljið hafa litina og hrærið deigið við matarlitina í skálunum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli