miðvikudagur, 26. júní 2013

Vanillumuffins


Hitið ofninn á 170°. Hrærið saman sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. Bætið einu eggi í einu út í og hrærið smá á milli. Blandið þurrefnunum saman við ásamt mjólkinni og vanilludropum. Hellið deiginu í formin og bakið í c.a. 15-20 mín. Gott er að hafa ljóst Betty crocker krem ofan á múffurnar.


270 g sykur
150 g smjör

2 egg

1/2 tsk. lyftiduft
50 ml. mjólk
1 tsk. vanilludropa
240 g hveiti

Regnbogamuffins

150 g smjör
150 g sykur
170 g hveiti
1/2 tsk. matarsódi
1/2 tsk. lyftiduft
1/4 tsk. salt
3 egg
1 tsk. vanillusykur


Byrjið á að hita ofninn á 180° og blástur.
Allt er sett saman í skál og hrært þangað til deigið er orðið mjólkurgult. Í um það bil 2-3 mín. Í kringum 20 kökur fást úr þessari uppskrift. Það á að baka þessa uppskrift í 20-30 mín. Ef þið viljið hafa kökurnar litríkar þá þurfið þið að skipta deiginu í það margar skálar sem þið viljið hafa litina og hrærið deigið við matarlitina í skálunum.

mánudagur, 24. júní 2013

Súkkulaðibitamuffins

Súkkulaðibitamuffins

100 g smjörlíki
2 egg
150 g sykur
150 g hveiti
1 tsk lyftiduft
100 g saxað súkkulaði
1 dl kakómjólk ( getur blandað kakóið sjálf/ur )

Þið byrjið á að hita ofninn á 175° blástur, bræða smjör og það er látið kólna. Þeytið egg og sykur saman þar til hún verður létt og ljós. Blandið kakómjólkinni saman við. Hveiti og lyftidufti bætt út í. Þegar það er búið þá er smörinu hellt út í og hrært saman við og þá er súkkulaðinu bætt út í. Passið að hræra ekki deigið of mikið því að þá verður deigið seigt. Úr þessu fást u.þ.b. 15-20 kökur og þetta á að baka í u.þ.b. 20 mín.